Meðlagskerfið endurskoðað

Ríkisstjórnin hefur samþykkt tillögu Björns Bjarnasonar, dóms- og kirkjumálaráðherra, um endurskoðun íslenska meðlagskerfisins. Verður skipuð nefnd til að fara yfir reglur barnalaga um framfærslu barna með það fyrir augum að kanna hvort núverandi fyrirkomulag þjónar hagsmunum barna og foreldra með sanngjörnum hætti.

Ráðuneytið hefur stuðlað að gerð samanburðarúttektar á íslenskum reglum um meðlag og sambærilegum úrræðum í mörgum öðrum ríkjum. Þar kemur m.a. fram að íslenska kerfið hafi undanfarna áratugi þróast og breyst mun hægar en flest önnur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert