Varalitir seldir til styrktar Krabbameinsfélaginu

Frá kynningu fjáröflunarátaksins „Á allra vörum
Frá kynningu fjáröflunarátaksins „Á allra vörum" í húsakynnum Krabbameinsfélagsins í dag. Brynjar Gauti Sveinsson

Fjáröflunarátakið „Á allra vörum" verður kynnt í húsakynnum Krabbameinsfélagsins í Skógarhlíð í dag.  Átakinu er ætlað að leggja Krabbameinsfélaginu lið við að safna fyrir nýjum greiningartækjum sem verið er að endurnýja um þessar mundir.  Fjármagni verður safnað með því að selja bleikt varalitagloss frá Yves Saint Laurent en allur ágóði af sölunni rennur til styrktar Krabbameinsfélaginu. 

Gróa Ásgeirsdóttir, sem starfar hjá Flugfélagi Íslands, segir að hún hafi unnið að þessari hugmynd með Krabbameinsfélaginu frá því í vetur.  „Ég fékk þessa hugmynd í vetur þegar ég sjálf gekk í gegnum þessa meðferð og fékk samstarfsfólk og vini og Krabbameinsfélagið með mér í lið til þess að koma henni af stað," segir Gróa.

Að sögn Gróu snýst átakið um að safna fyrir nýjum röntgentækjum sem greina brjóstakrabbamein betur en þau tæki sem eru notuð í dag.

Í tilefni af átakinu munu tíu konur taka við fyrstu 10 varalitunum, þar á meðal Vigdís Finnbogadóttir, verndari Krabbameinsfélagsins, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra.  Athöfnin er táknræn þar sem ein af hverjum tíu konum á Íslandi greinist með brjóstakrabbamein einhvern tíma á ævinni.

Varalitaglossin verða seld í sumar um borð í flugvélum Icelandair og í fríhafnarverslunum Flugfélags Íslands í Reykjavík og á Akureyri, og í Krabbameinsfélaginu.  Auk þess verða varalitaglossin seld til fyrirtækja sem vilja styrkja átakið með kaupum á vörunni fyrir starfsfólk sitt. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert