Einn sálfræðingur hjá Fangelsismálastofnun

Einungis einn sálfræðingur verður við störf hjá Fangelsismálastofnun Ríkisins frá og með morgundeginum þar sem Þórarinn Hjaltasonar annar sálfræðingur stofnunarinnar lætur af störfum nú um mánaðarmótin og ekki hefur verið ráðið í stöðu hans.

Fram kemur á vef Afstöðu, félags fanga að Þórarinn hafi  ásamt öðrum sálfræðingi stofnunarinnar sinnt öllum föngum landsins, einnig þeim sem eru á skilorði og í samfélagsþjónustu. Þá segir þar að ljóst sé að einn starfsmaður geti ekki sinnt öllum þeim sem þurfi á sálfræðiaðstoð að halda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert