Mikilvægt að lausn finnist

Guðlaugur Þór Þórðarson á Alþingi í dag.
Guðlaugur Þór Þórðarson á Alþingi í dag. mbl.is/Brynar Gauti

Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, sagði á Alþingi í dag að mikilvægt væri að lausn finnist á deilum hjúkrunarfræðinga og geislafræðinga við Landspítalann vegna fyrirhugaðra breytinga á vaktakerfi. Sagðist Guðlaugur hafa átt viðræður við fulltrúa hjúkrunarfræðinga í dag. 

Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokks, hóf umræðuna og spurði m.a. hvort ráðherrann ætlaði að gefa yfirlýsingu um að hann myndi hlusta á sjónarmið hjúkrunarfræðinga og geislafræðinga til að þessi hópur fengist til að starfa áfram.

Guðlaugur Þór sagði, að ekki væri um sparnaðarráðstöfun á sjúkrahúsinu að ræða heldur skipulag vakta. Guðlaugur Þór sagði að deilur um kaup og kjör væru ekki á ábyrgð ráðherra og heldur ekki heldur deilur um vaktafyrirkomulagi. Hins vegar væri þetta mál komið í þann farveg, að leitað væri allra leiða til að finna lausn. 

Þetta er afskaplega stórt mál og mikilvægt að það náist eins góð lausn og lending og hægt er. Hann sagðist hafa verið í góðu samstarfi við stjórnendur spítalans, sem tóku þessa ákvörðun í byrjun árs. Hann hefði einnig í dag átt fund með hjúkrunarfræðingum og kynnt sér sjónarmið þeirra. Nauðsynlegt væri hins vegar að skipuleggja viðbrögð fari allt á versta veg. Stjórnendur annarra sjúkrahúsa hefðu þegar skilað fyrstu hugmyndum sínum um aðstoð fari svo að hennar verði þörf.

Guðlaugur sagði, að einnig, að ríkisstjórnin væri ekki að hvika frá því markmiði, að sjá til þess að hér á landi verði heilbrigðisþjónusta á heimsmælikvarða fyrir alla Íslendinga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert