Bjarni Tryggvason sest í helgan stein

Kanadamenn hafa sýnt Bjarna ýmislegan heiður og hann prýddi m.a. …
Kanadamenn hafa sýnt Bjarna ýmislegan heiður og hann prýddi m.a. frímerki, sem gefið var út þar í landi.

Bjarni Tryggvason, geimfari, ætlar að hætta störfum hjá kanadísku geimferðastofnuninni í lok maí eftir að hafa starfað þar í 25 ár. Bjarni, sem er  62 ára, fór í geimferð árið 1997 með geimferjunni Discovery og er eini Íslendingurinn sem farið hefur út í geim. Bjarni fæddist í Reykjavík árið 1945 en fluttist með foreldrum sínum átta ára gamall til Nova Scotia og síðar til Vancouver. 

Bjarni var einn af sex mönnum sem voru valdir til geimfaraþjálfunar árið 1983. Í geimferðinni 1997 fór hann 180 sinnum kringum hnöttinn á 12 dögum, 7. til 19. ágúst, en tilgangurinn var að rannsaka lofthjúp jarðar. 

Bjarni segir við kanadíska fjölmiðla, að hann ætli ekki að endurnýja samning sinn við kanadísku geimferðastofnunina og ætli að snúa sér að öðrum hugðarefnum. Hann ætlar að kenna við  háskólann í Vestur-Ontario á næsta ári.

Bjarni Tryggvason hefur komið hingað til lands nokkrum sinnum eftir að hann fór í geimferðina, síðast árið 2006. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert