Meirihluti telur aðgerðir lögreglu gegn bílstjórum of harkalegar

Frá aðgerðunum á Suðurlandsvegi.
Frá aðgerðunum á Suðurlandsvegi. mbl.is/Júlíus

Meirihluti þjóðarinnar, eða 63%, telur að aðgerðir lögreglu gegn atvinnubílstjórum á Suðurlandsvegi í síðustu viku, hafi verið of harkalegar.

Þetta kom fram í Þjóðarpúlsi Gallup, sem sagt var frá í fréttum Útvarps.

49% þeirra, sem tóku þátt í könnuninni, sögðust fylgjandi mótmælum bílstjóra, 34% voru andvíg þeim en 17% sögðust ekki hafa á því skoðun. Fylgi við mótmælin var meira inna yngsta aldursflokksins en minnst hjá þeim elsta. Þá voru karlar frekar fylgjandi þeim en konur.

90% aðspurðra sögðust telja skattlagningu á eldsneyti of háa, um helmingur sagði skattlagninguna allt of háa en 1% sagðist telja að hún mætti vera enn hærri. Um 60% sögðust telja líklegt, að það dragi úr notkun einkabíla með hækkandi eldsneytisverði.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert