Dagpeningar: Þvingað til að hætta í veikindum

Yfirmenn á opinbera markaðnum hafa beitt starfsfólk með langan veikindarétt þrýstingi og gert því að ganga frá starfslokum þegar heilsan hefur bilað eða þegar veikindi hafa staðið í langan tíma. Í fréttablaði Eflingar, sem kom út 1. maí síðastliðinn, er varað við þessari þróun og launafólk hvatt til þess að vera vel á varðbergi.

„Það er í raun verið að þvinga fólk til að segja upp. Það hafa komið upp þónokkur slík tilfelli þau tvö ár sem ég hef starfað hér. Starfsmenn hjá ríkinu, Reykjavíkurborg og sjálfeignarstofnunum hafa leitað til okkar. Flest tilfellin tengjast sjálfseignarstofnunum,“ segir Ragnar Ólason, þjónustufulltrúi hjá Eflingu sem jafnframt situr í stjórn sjúkrasjóðs Eflingar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert