Fannst á Vífilstaðaveginum

Stúlkan sem leitað var að við Vífilstaðavatn í dag er nemandi í fyrsta bekk skóla Hjallastefnunnar. Samkvæmt upplýsingum Þorgerðar Örnu Arnardóttur skólastjóra skilaði stúlkan sé ekki inn eftir útivistartíma og þar sem ekki náðist í forráðamenn hennar var brugðið á það ráð að biðja um aðstoð björgunarsveita við að leita að stúlkunni.

„Við erum bæði með starfsfólk og kennara á lóðinni þegar börnin eru í útivist og  teljum alltaf inn og út og því urðum við strax vör við það er  hún skilaði sér ekki inn eftir útivist," sagði  Þorgerður er blaðamaður mbl.is ræddi við hana í dag.

Þá sagði hún stúlkuna hafa fundist á gangi á Vífilstaðaveginum en að þar sem hún hafi ekki sjálf haft tækifæri til að tala við hana viti hún ekki hvernig á því stóð að hún yfirgaf skólalóðina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert