Frakkar vakta loftrýmið

Ein af Mirageþotunum á Keflavíkurflugvelli í dag.
Ein af Mirageþotunum á Keflavíkurflugvelli í dag. mynd/Baldur Sveinsson

Franskar Mirage-herþotur á vegum NATO lentu á Keflavíkurflugvelli í dag en vélarnar munu sinna loftrýmisgæslu við Íslandsstrendur. Þær munu m.a. hafa eftirlit með flugi langdrægra rússneskra herflugvéla í grennd við íslenska lofthelgi. 

Tvær orrustuþotur verða verða til taks allan sólarhringinn og eiga þær að geta tekið á loft innan 15 mínúta ef þess gerist þörf. Alls koma um 110 manns til landsins, þar af 50 orrustuflugmenn. Frakkarnir verða hér á landi í um sex vikur eða til 20. júní.

Aðrar helstu sjónvarpsfréttir:

Friðrik og Mary í heimsókn

Hjálpargögn berast seint til Búrma

Skýrslutökur í Barnahúsi

Þyrluslys í rannsókn

Geir hvetur til aðhalds 

Gengið gegn slysum 

Ein af Mirage flugvélunum lendir á Keflavíkurflugvelli í dag.
Ein af Mirage flugvélunum lendir á Keflavíkurflugvelli í dag. mynd/Víkurfréttir
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert