Hægt verði að hafna fjölpósti

Hugsanlega verða sett lög sem veita heimilum landsins rétt til …
Hugsanlega verða sett lög sem veita heimilum landsins rétt til að hafna fjölpósti. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Umhverfisráðherra, Þórunn Sveinbjarnardóttir segist vera fylgjandi því að sett verði lög sem tryggja almenningi rétt á að hafna fjölpósti. Hún telur að slík lög geti dregið verulega úr því magni af sorpi sem heimili landsins þurfa að losa sig við.

Í morgunfréttum RÚV kom fram að starfshópur á vegum ráðherra skoði nú hver eigi að bera umhverfiskostnaðinn en til greina kemur að láta hann falla á framleiðendur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert