Flautað við Alþingi

Bílstjórar mótmæla fyrir utan aþingishúsið.
Bílstjórar mótmæla fyrir utan aþingishúsið. mbl.is/Július

Atvinnubílstjórar efndu til mótmæla fyrir utan alþingishúsið við Austurvöll í Reykjavík á hádegi í dag. Á annan tug stórra vörubíla þeyta bílflautur sínar af miklum móð og heyrist vart mannsins mál í grennd við Alþingi. 

Í hópinn hafa síðan bæst gangandi vegfarendur og fólk á fólksbifreiðum. Sturla Jónsson er fótgangandi að þessu sinni og sagði hann í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að fólk væri að flykkjast á staðinn og að alþingismenn stæðu úti í gluggum og fylgdust með mótmælunum. 

Um 15 lögreglumenn eru á Austurvelli og hafa beðið bílstjórana að færa sig en þeir hafa ekki orðið við þeim tilmælum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert