Ræninginn ófundinn

Frá Landsbankanum í Bæjarhrauni í gærmorgun.
Frá Landsbankanum í Bæjarhrauni í gærmorgun. mbl.is/Július

Bankaræninginn sem ógnaði starfsfólki útibús Landsbankans í Hafnarfirði í gær er enn ófundinn. Myndir úr öryggismyndavélum birtust í fjölmiðlum í gærkvöldi en samkvæmt varðstjóra lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa engar haldbærar ábendingar borist.

Maðurinn sem er á þrítugsaldri var klæddur í hettupeysu og með klút fyrir andlitinu og fremur óvenjulegri íshokkítreyju.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út um hádegisbilið í gær til að aðstoða við leit í hrauninu í grennd við bankann en allt kom fyrir ekki og maðurinn slapp með nokkra tugi króna í ránsfeng. 

Ræninginn ógnaði starfsfólki með tveimur hnífum.
Ræninginn ógnaði starfsfólki með tveimur hnífum.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert