60% nemenda segja nýbúa of marga

Nemendur framhaldsskóla eru áberandi neikvæðari í garð nýbúa en áður. Tæp 60% þeirra eru mjög eða frekar sammála því að of margir nýbúar séu búsettir hér á landi en voru 39,3% árið 2000. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem Rannsóknir og greining lagði fyrir 12 þúsund framhaldsskólanemendur í október sl. og kynnt var í gær. Rannsóknin skoðaði marga þætti í umhverfi, námi, heilsu og líðan framhaldsskólanema en samskonar rannsóknir voru gerðar 2000 og 2004.

Í könnuninni árið 2007 svara rúmlega 40% stráka og 27,3% stelpna að þau séu mjög sammála þeirri fullyrðingu að of margir nýbúar séu í landinu. Í könnuninni árið 2000 svöruðu 27,4% stráka og 12,1% stelpna á sama veg. Þá sögðust 40,4% svarenda frekar eða mjög ósammála því að menning sú sem fylgir nýbúum hefði jákvæð áhrif á íslenskt samfélag. Þetta hlutfall var 29,7% árið 2004 og 30,5% árið 2000.

„Þetta er mikið áhyggjuefni,“ segir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss. „Ég held að unga fólkið sé að kalla á meiri umræðu um þessi mál. Það þarf að fara meira í skólana til þess að ræða þessi mál og gefa þeim færi á að spyrja hinna erfiðu og óþægilegu spurninga, svo þau geti fengið við þeim svör,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert