Miðborgarstjóra R-listans var boðið starfið

Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri í Reykjavík.
Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri í Reykjavík. Ómar Óskarsson

Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri í Reykjavík, segir að Kristínu Einarsdóttur, fyrrum miðborgarstjóra, hafi verið boðið að taka að sér starf framkvæmdastjóra miðborgarmála.  Þar að auki var leitað til annarra starfskrafta innan og utan borgarkerfisins áður en leitað var til Jakobs Frímanns Magnússonar.  Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá borgarstjóra.  Í heild sinni er tilkynningin eftirfarandi:

„Kristínu Einarsdóttur, fyrrum miðborgarstjóra var boðið að taka að sér starf framkvæmdastjóra miðborgarmála. Þá var leitað til annarra starfskrafta innan og utan borgarkerfisins áður en leitað var til Jakobs Frímanns Magnússonar. Fátt vitnar betur um að ekki var verið að búa til stöðu innan borgarkerfisins handa tilteknum einstaklingi. Sérstaklega skal tekið fram að  uppreiknuð laun fyrrverandi. miðborgarstjóra frá í febrúar 2005 eru hin sömu og laun nýráðins framkvæmdastjóra miðborgarmála."
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert