Áformað að Kröfluvirkjun stækki um allt að 250%

Frá Kröflusvæðinu
Frá Kröflusvæðinu mbl.is/Birkir Fanndal Haraldsson

Fyrirhugað er að reisa allt að 150 MW jarðhitavirkjun við Kröflu í Skútustaðahreppi í Þingeyjasýslu. Virkjunin, Kröfluvirkjun II, er hugsuð sem viðbót við virkjunina sem fyrir er en afl hennar er 60 MW.

Að sögn Þorsteins Hilmarssonar, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar, er í raun aðeins um að ræða stækkun á starfseminni í Kröflu. Byggt verður nýtt stöðvarhús en verið er að nýta áfram sömu jarðhitasvæðin.

„Við höfum verið með meiri orku heldur en við nýtum. Þetta er liður í undirbúningi vegna hugsanlegra bygginga á jarðhitavirkjunum á Norðurlandi í náinni framtíð,“ segir Þorsteinn og nefnir hugsanlegt álver við Húsavík. Um er að ræða drög að matsáætlun sem fara þarf í umhverfismat. Þorsteinn segir ekki liggja fyrir hvenær verður byggt en um sé að ræða undirbúning í tengslum við hugsanlega uppbyggingu við Húsavík.

mbl.is/Birkir Fanndal Haraldsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert