Íslendingur stýrir stuðningi Microsoft við Búrma

Gísli Rafn Ólafsson
Gísli Rafn Ólafsson


Gísli Rafn Ólafsson, einn af stjórnendum alþjóðasveitar Slysavarnafélagsins Landsbjargar og UNDAC meðlimur er nú staddur í Bangkok, Taílandi á vegum Microsoft, en hann starfar fyrir fyrirtækið sem ráðgjafi í notkun tölvutækni við að samhæfa viðbrögð við náttúruhamförum.

Á ráðstefnu á föstudaginn harmaði Bill Gates, stjórnarformaður og stofnandi Microsoft þær náttúruhamfarir sem dundu yfir Búrma um síðustu helgi. Hann hét því jafnframt að fyrirtækið myndi styðja eftir besta mætti við starf þeirra hjálparstofnanna sem taka þátt í hjálparstarfinu og er það hlutverk Gísla að leiða þann stuðning í samvinnu við Hjálparstofnun SÞ.

Þar sem mjög fáar hjálparstofnanir hafa fengið aðgang inn í landið enn sem komið er þá er öllu hjálparstarfinu stýrt frá nágrannaríkinu Taílandi. Lítið upplýsingaflæði frá Búrma hamlar hjálparstarfi og því mikil áhersla lögð á það að auðvelda og auka það ásamt því að tryggja aðgengi allra hjálparstofnanna að þeim litlu upplýsingum sem þó komast í gegn, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörgu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert