Fjöldaflutningar á ölvuðum unglingum

mbl.is/Július

Unglingar á aldrinum 14-17 ára hópuðust saman í skógræktinni í Garðalundi á Akranesi til að fagna lokum samræmdu prófanna að kvöldi 9. maí, margir hverjir undir áhrifum áfengis og með áfengi meðferðis. Ungmennunum varð þó ekki úr „útihátíðinni“ því vakthafandi lögreglumenn hófu fjöldaflutninga á ölvuðum unglingum á lögreglustöð.

Frá þessu segir í tilkynningu frá lögreglunni á Akranesi.

 Samband var haft við forráðamenn ungmennanna og komu þeir á lögreglustöðina og sóttu sína. 22 unglingar voru fluttir á stöð og var talsverðu magni áfengis einnig hellt niður. Kveðst lögreglan vona að þetta verði til þess að svona „útihátíð“ fæðist ekki á sama tíma að ári, því samkoma af þessu tagi verði aldrei liðin í bænum.

Fjögur skemmdarverk voru framin síðar sama kvöld og aðfaranótt 10 maí. Voru rúður brotnar víða í bænum. Leiðir lögreglan að því líkur að því að einhverjum hafa gramist afskipti lögreglu og fengið útrás með þessum hætti. Eru þeir sem einhverja vitneskju hafa um skemmdarverkin að hafa þegar samband við lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert