Á seyði sett á Seyðisfirði

Framlag Péturs Kristjánssonar vakti mikla athygli.
Framlag Péturs Kristjánssonar vakti mikla athygli.

Árleg listahátíð Seyðisfjarðar, sem ber yfirskriftina Á seyði, var sett í gærkvöldi. Hátíðin er hluti af Listahátíð í Reykjavík. Forsetahjónin voru  meðal fjölmargra gesta sem viðstaddir voru setningu hátíðarinnar.

Sérstaka athygli vakti framlag Péturs Kristjánssonar, framkvæmdastjóra Tækniminjasafnsins, þar sem fjöldi vinnuvéla var hluti af verki hans.

Meðal annara verka, var Íslandsborinn, óður til bormanna Íslands.
Verkið leggur áherslu á þann draum Austfirðinga, að göng verði boruð milli byggðarlaga á Miðausturlandi og að allir Íslendingar séu ein þjóð, án tillits til búsetu.
 
 

Ómar Bogason, forseti bæjarsjónar Seyðisfjarðar og Ólafur Hr. Sigurðsson, bæjarstjóri, …
Ómar Bogason, forseti bæjarsjónar Seyðisfjarðar og Ólafur Hr. Sigurðsson, bæjarstjóri, við Íslandsborinn. mynd/Magnús
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert