Götur miðborgar þaktar áróðri

Þeir sem hengdu upp veggspjöld á víð og dreif um miðborgina á laugardag mega eiga von á kæru og kröfu um að þeir greiði hreinsunarkostnað, að sögn verkefnisstjóra hjá Reykjavíkurborg.

Framkvæmda- og eignasviði Reykjavíkurborgar var tilkynnt um veggspjöldin um kl. 13 á laugardag en þau þöktu hús, staura og rafmagns- og tengikassa, m.a. á Laugavegi, Skólavörðustíg, Hverfisgötu og í nærliggjandi götum.

Þótt vegfarendum hafi mörgum þótt óþrifnaður að veggspjöldunum var það ekki síður boðskapurinn sem vakti litla hrifningu, en þar gaf að líta skýr áróður gegn innflytjendum. Sýndi veggspjaldið teiknaða mynd af þremur hvítum kindum sem stjaka svartri kind út af sínu svæði.

Veggspjöldin voru merkt svissneska flokknum SVP, Schweizerische Volkspartei, sem er hægri-þjóðernishyggjuflokkur sem notið hefur sívaxandi fylgis síðustu 17 ár.

Voru veggspjöldin bæði á þýsku og íslensku, með slagorðunum „Tryggjum öryggið“ eða „Sicherheit schaffen“ og „Okkar friðhelgi, mínir heimahagar“.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert