Borgarstjóri fagnar ákvörðun stjórnar OR

„Ég fagna þessari niðurstöðu mjög og ekki síst þeirri staðreynd að minnihlutaflokkarnir í borgarstjórn telji þá stefnu sem R-listinn stóð fyrir um byggingu Bitruvirkjunar óviðunandi,“ sagði Ólafur F. Magnússon borgarstjóri, eftir að ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur (OR) um Bitruvirkjun lá fyrir í gær.

„Álit Skipulagsstofnunar og ákvörðun stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur um Bitruvirkjun markar tímamót fyrir þá sem hafa barist fyrir því að náttúran njóti vafans.“

Allir flokkar lögðu fram bókun um málið í borgarstjórn í gær þar sem það var rætt utan dagskrár.  

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert