Aukið álag á barnaverndarnefndir áhyggjuefni

 Tilkynningum til barnaverndarnefnda hefur fjölgað gríðarlega á undanförnum árum meðan starfsfólki fjölgar lítið sem ekkert. Álag á starfsfólk stigmagnast því með hverju árinu en auk fleiri tilkynninga er einnig meira um viðamikil og flókin mál. „Við höfum beint því til sveitarstjórna að fara yfir þessi mál,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu. „En því er ekki að leyna að álagið á Barnavernd Reykjavíkur hefur lengi verið mjög mikið, og það er vissulega áhyggjuefni.“

Barnaverndarstofa mun rannsaka framgöngu Barnaverndar Reykjavíkur í máli tveggja drengja, en ung móðir þeirra lést af völdum ofneyslu fíkniefna í byrjun mánaðarins. Konan er ein af um 12-13 fíklum sem látist hafa frá börnum sínum á undanförnu ári. Móðursystir konunnar gagnrýndi störf stofnunarinnar harðlega í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær. Benti hún m.a. á að börnunum hafði verið komið í fóstur til afa síns og ömmu, og þrátt fyrir að ljóst var að hún hafi verið í miklu ójafnvægi fékk dóttirin börnin í heimsókn skömmu áður en hún lést.

Halldóra Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur, segir að konan hafi enn haft forræði yfir börnum sínum og því haft ríkulegan umgengnisrétt. Hins vegar verður farið vel yfir verkferla í málinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert