Borgarráð ánægt með Hólmsheiði

Hólmsheiði.
Hólmsheiði. mbl.is/RAX

Í bókun borgarráðs á fundi í dag er fagnað þeirri niðurstöðu sem nú liggur fyrir í tillögu um skipulag athafnasvæðis við Hólmsheiði. Telur borgarráð að með breytingum, sem gerð hefur verið á skipulagstillögu hafi verið komið til móts við sjónarmið skógræktar og græns svæðis í nábýli við athafnasvæðið.

Tillagan er nú lögum samkvæmt send aftur í auglýsingu, en hún hefur tekið verulegum breytingum með hliðsjón af athugasemdum Skógræktar Reykjavíkur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert