Klukkubúðir hækka mest

Matvöruverslun
Matvöruverslun

Verð á vörukörfu ASÍ hækkaði mest í klukkubúðunum milli 2. og 3. vikunnar í maí. Mest hækkaði verð körfunnar um 2,2% í Samkaupum-Strax, í 11-11
nam hækkunin tæplega 1% og í 10-11 hækkaði vörukarfan um 0,8%. Þetta kemur fram í nýrri verðkönnun ASÍ í matvöruverslunum.

Í lágvöruverðsverslunum hækkaði verðið á vörukörfu ASÍ um 0,8% í Nettó og 0,7% í Krónunni á milli vikna en var nánast óbreytt í verslunum Bónuss og Kaskó. Hjá öðrum stórmörkuðum lækkaði verð vörukörfunnar um 1,5% í Samkaupum-Úrval og um 0,6% í Hagkaupum en í Nóatúni hækkaði verð körfunnar um 0,3% á milli vikna.

Lágvöruverslanir hafa hækkað verð mest 

Á vef ASÍ kemur fram að frá því verðlagseftirlit ASÍ hóf átak í eftirliti með verðbreytingum í matvöruverslunum í fyrri hluta aprílmánaðar hefur verð vörukörfunnar hækkað langmest í lágvöruverðsverslunum.

Hækkunin á tímabilinu frá 2. vikunni í apríl til 3 vikunnar í maí er mest í Bónus þar sem verð körfunnar hefur hækkað um 7%. Í Kaskó nemur hækkunin 5,9% í Krónunni 5,8% og í Nettó hefur vörukarfan hækkað um 4,5% frá því mælingar hófust.

Í öðrum stórmörkuðum hafa breytingar á verði vörukörfu ASÍ verið minni. Í Nóatúni hefur verð körunnar hækkað um 2,6% frá því í byrjun apríl, í Hagkaupum um 1,1% og í Samkaupum-Úrval um 0,6%.

Í klukkubúðunum hefur verð vörukörfunnar hækkað mest á tímabilinu í 11-11, um 3,6%, í Samkaupum-Strax nemur hækkunin 2,5% og í 10-11 hækkaði vörukarfa ASÍ um 1,3% frá 2. vikunni í apríl til 3. vikunnar í maí.

Verðbreytingar eru skoðaðar í eftirfarandi verslanakeðjum: Í lágvöruverðsverslunum Bónus, Krónunni, Nettó og Kaskó og í almennu matvöruverslununum Hagkaupum, Nóatúni og SamkaupumÚrval og Klukkubúðunum 10-11, 11-11 og Samkaupum-Strax.

Verðkönnun ASÍ í heild 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert