Segja fánarönd sýna að grænmeti er íslenskt

Samband garðyrkjuframleiðenda segir að borið hafi á því undanfarin ár, að innflytjendur grænmetis hafi pakkað því erlendis og merkt með íslenskum texta. Íslenskir garðyrkjubændur hafi hins vegar um margra ára skeið pakkað og merkt framleiðslu sína með íslenskri fánarönd auk þess sem hver sölueining sé merkt framleiðandanum.

Samband garðyrkjuframleiðenda segist ekki þekkja nein dæmi þess, að fánaröndin hafi verið misnotuð til merkinga á innfluttu grænmeti. Hins vegar hafi í nokkrum tilvikum borið á að merkingar á umbúðum innflutts grænmetis séu villandi eða að vörur séu ómerktar með öllu þannig að ekki sé hægt að greina hvort um innflutta afurð er að ræða eða ekki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert