Tekinn á 140 í Svínahrauni

Lögreglan á Selfossi stöðvaði ökumann á 140 km á klst. í Svínahrauni í dag. Að sögn lögreglu var ökumaðurinn á reynsluskírteini, sem er gefið út til byrjenda í umferðinni. Hann var sviptur ökuréttindum í þrjá mánuði og fékk að auki 90.000 kr. sekt.

Þá var kveikt í sinu í Tjarnarbyggð. Að sögn lögreglu fór slökkviliðið fljótt á staðinn og réði niðurlögum eldsins. Eldurinn náði ekki að dreifa sér og urðu skemmdirnar minniháttar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert