Íslenskur slökkvibíll reynist vel í Noregi

Slökkviliðið í Toten í Noregi er með slökkvibíl, sem smíðaður var hjá  fyrirtækinu Scanfire ehf. á Selfossi. Að sögn forsvarsmanna Scanfire hefur bíllinn reynst vel og var m.a. notaður þegar eldur kviknaði í svínabúi í vikunni.

Að sögn norska fjölmiðla var eldurinn slökktur með sérstökum duftslökkvitækjum á mjög skömmum tíma og tókst að bjarga um 500 grísum og 13 nautgripum, sem í húsinu voru. Vegna skemmda varð þó að rýma hluta hússins og um 250 grísir sem voru tilbúnir til slátrunar voru sendir í sláturhús.

Einar Berg, framkvæmdastjóri Scanfire, segir í tilkynningu, að Norðmennirnir séu svo ánægðir með bílinn og búnað hans að þeir hafi pantað annan slíkan.

Heimasíða Scanfire

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert