Margföld sala í snakki

Margir ætla að horfa á Eurobandið í kvöld.
Margir ætla að horfa á Eurobandið í kvöld. Reuters

Sala á snakki, saltkexi, ídýfum og gosi var sérstaklega mikil fyrir helgi og er ástæðan einföld. Evróvisjónhelgi og framlag Íslands í úrslitum.

Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir að almennt sé mikil sala í þessum vörum fyrir og um Evróvisjónhelgi og því séu gerðar sérstakar ráðstafanir í sambandi við pantanir. Ekki hafi verið gerðar sér ráðstafanir eftir forkeppnina, þegar ljóst hafi verið að Ísland yrði í aðalkeppninni, heldur mið tekið af sölunni í fyrra og gert ráð fyrir meiri sölu með lagi Íslands áfram. „Þá er meiri gleði í kortunum," segir hann.

Að sögn Guðmundar tók salan á umræddum vörum kipp í vikunni og þá sérstaklega salan á snakki sem hann segir að hafi margfaldast. „Þetta er það sem fer á flug á svona kvöldi," segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert