Regína skal hún heita

Gefjun með Regínu.
Gefjun með Regínu. mbl.is/Golli

Regína heitir lítil hreinkvíga sem fyrst leit heimsins ljós í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum um hádegi síðastliðinn fimmtudag. Hún heitir í höfuðið á söngkonunni Regínu Ósk og er tilefni nafngiftarinnar að burðinn bar upp á sama dag og Eurobandið komst áfram í Evróvisjón.

Simlan Gefjun, móðir Regínu litlu, kom starfsfólki garðsins algerlega á óvart með því að bera kálfinum. Venjulega fella kelfdar simlur ekki hornin fyrr en nokkrum dögum eftir burð. Báðar simlur garðsins, Gefjun og Sif, höfðu fellt hornin fyrir nokkrum vikum og því var talið víst að hvorug væri kelfd. Ekki var hægt að sjá á Gefjuni að hún væri með kálfi, enda er hún stygg og lítið mannblendin.

Úrslit Evróvisjón-söngvakeppninnar ráðast í kvöld.  

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert