Sportbíllinn sigraði

mbl.is/Kristinn

Svo fór, að sportbíllinn Ford GT sigraði í kvartmílukeppni við listflugvél af Pitts gerð, en keppnin var meðal skemmtiatriða á flugdeginum á Reykjavíkurflugvelli í dag.

Brynjar Smári Þorgeirsson, ökuþór FORD GT bifreiðarinnar sagði í samtali við blaðamann mbl.is að hann hafi hraðast farið í tæplega 207 mílur sem sé um 322 km hraði. Flugvélin fari hins vegar hraðast í 200 mílur. Þá sagði hann greinilegan sjónarmun hafa verið á farartækjunum en keppnisvegalengdin var um 400 metra

Tekinn verður önnur spyrna innan tíðar og verður vegalengdin þá 600 metrar.

Mikill fjöldi fólks er að sögn Brynjars á hátíðinni og mjög góð stemning.  

Flugmaður er Björn Thoroddsen, fyrrverandi flugstjóri og eigandi listflugvélarinnar  og er fyrirkomulag keppninnar í takt við hefðbundna kvartmílukeppni þar sembæði farartæki eru ræst af stað samtímis.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert