Verð í orkusölusamningum er ekki óbreytanlegt

Frá byggingu Kárahnjúkavirkjunar.
Frá byggingu Kárahnjúkavirkjunar. mbl.is/RAX

miklar hækkanir á orkuverði um allan heim hafa vakið þá spurningu hvort raforka til stóriðju hér á landi sé seld of lágu verði. Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, segir alltaf reynt að semja um sem hæst verð. Söluverð raforku frá vatnsaflsvirkjunum hafi farið hækkandi, m.a. af þeirri ástæðu að nýrri virkjunarkostir eru dýrari en eldri virkjanir, þar sem yfirleitt er byrjað á að virkja hagkvæmustu kostina.

Samningar um orkusölu til álvera eru yfirleitt til langs tíma og er kosturinn fyrir orkuseljandann sá að um öruggan kaupanda er að ræða, sem greiðir fyrir rafmagnið burtséð frá því hvort hann nýtir það allt.

Í mörgum orkusölusamningum eru einnig endurskoðunarákvæði þannig að umsamið verð getur breyst. Friðrik segir að í þessum samningum felist gagnkvæm áhætta m.a. vegna þess að álverð ræður orkuverðinu að einhverju marki. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert