Vinnuslys í álveri Alcoa-Fjarðaáls

Úr álveri Alcoa-Fjarðaáls.
Úr álveri Alcoa-Fjarðaáls. mbl.is/ÞÖK

Lögreglu var undir miðnætti í gærkvöldi tilkynnt um vinnuslys í álverksmiðju Alcoa-Fjarðaáls á Reyðarfirði.  Starfsmaður var að vinna við deglulok upp á vagni sem tengdur var lyftara.  Vagninn virðist hafa verið hreyfður til með þeim afleiðingum að deglulokið slóst í starfsmanninn sem féll við. 

Að sögn lögreglunnar var starfsmaðurinn fluttur til skoðunar á fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað. Maðurinn rifbrotnaði á þrem rifjum, og annað lungað féll saman, og er líðan hans eftir atvikum.

Þeir starfsmenn sem næstir stóðu fengu áfallahjálp sem veitt var af prestum sóknarinnar. 

 Málið er til rannsóknar hjá lögreglunni á Eskifirði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert