Þeir sem eiga veggspjöldin fá reikninginn

Rúnar Svavarsson, deildarstjóri hjá Orkuveitu Reykjavíkur, segir að eftirleiðis muni þeir sem líma veggspjöld á rafmagnskassa Orkuveitunnar fá að greiða kostnaðinn við að þrífa kassana.

„Alltaf er verið að þrífa þessa kassa, annaðhvort er krotað á þá eða menn nota kassana til að líma á auglýsingaplaköt,“ segir Rúnar. „Við viljum hafa kassana hreina og fallega og bæði er þreytandi og dýrt að þurfa sífellt að vera að hreinsa af þeim.“

Rúnar segir að skipuleggjendur allskyns viðburða fái oft verktaka til að hengja upp veggspjöld í bænum. „Ef veggspjöldin verða hengd á rafmagnskassa OR munum við hér eftir gæta þess að reikningurinn fyrir þrifin verði sendur þeim sem auglýsingin kemur frá,“ segir hann og bætir við að kostnaður við að hreinsa hvern kassa hlaupi á nokkrum þúsundum.

Rúnar segir að enn hafi engin ákvörðun verið tekin um hver ber kostnaðinn sem til féll vegna hreinsunar veggspjalda sem límd voru upp í tengslum við Listahátíð í Reykjavík og sýndu hvítan sauð ýta svörtum í burtu. Veggspjöldin voru hluti af innsetningu svissnesks listamanns og voru ádeila á útlendinga- og kynþáttahatur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert