Orkufrumvarp opnar á einkavæðingu

Orkufrumvarp iðnaðarráðherra opnar á stórfellda sölu á almannaeigum og sáir þannig fræjum einkavæðingar til framtíðar. Þetta er mat Álfheiðar Ingadóttur, þingmanns Vinstri grænna, en önnur umræða um frumvarpið fór fram á Alþingi í gær.

Meirihluti iðnaðarnefndar, undir forystu Katrínar Júlíusdóttur, hefur lagt til ákveðnar breytingar á frumvarpinu, m.a. þess efnis að opinberum aðilum verði áfram heimilt að framselja hver öðrum orkuauðlindir og að bann við varanlegu framsali vatnsréttinda til einkaaðila nái ekki til auðlinda með virkjanlegt afl sem er innan við 10 megavött, en í frumvarpinu er miðað við 7 MW.

Vinstri græn leggjast gegn þessari breytingartillögu en Álfheiður benti á að með því verði heimilt að einkavæða bæði Mjólkárvirkjun og Andakílsvirkjun sem annars hefði ekki verið leyfilegt. Hún gagnrýndi einnig harðlega að ekki verið verið haft samráð við Samband íslenskra sveitarfélaga við vinnslu frumvarpsins. Þá leggjast Vinstri græn gegn fyrirhugaðri uppskiptingu orkufyrirtækja, þannig að sérleyfisrekstur og samkeppnisrekstur sé ekki í sama fyrirtæki. Þetta þýði aðeins tvöfalda yfirbyggingu og að engin rök séu fyrir því.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert