916 látnir í umferðinni á 40 árum

Mörg hundruð skópörum var raðað fyrir framan Dómkirkjuna í Reykjavík í dag, og voru þau jafn mörg og fórnarlömb umferðarslysa á landinu undanfarin 40 ár, eða síðan skipt var yfir í hægri umferð á íslandi.

Þetta var liður í umferðaröryggisviku sem Umferðaráð hefur efnt til.

Það voru annars árs nemendur við Listaháskóla Íslands sem röðuðu skónum upp, en verkefnið var hugsað sem táknmynd þeirra fórna sem íslenska þjóðin hefur fært á vegum landsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert