Ingólfsskáli eyðilagðist

Björn Kristjánsson í eldhúsinu í Ingólfsskála.
Björn Kristjánsson í eldhúsinu í Ingólfsskála. mbl.is/Kristinn

„Ævistarfið okkar er horfið. Þetta er allt í rúst," sagði Svava Gunnarsdóttir, eftir að burðarvirki veitingahússins Bássins í Ingólfsskála í Efstalandi í Ölfusi stórskemmdist í skjálftanum í dag.

Svava og eiginmaður hennar Björn Kristjánsson hafa atvinnu af rekstri staðarins, sem þau segja kosta tugi milljóna í byggingu.

„Ég hugsa að hann yrði metinn á hundrað milljónir. Það er alveg á hreinu. Gólfið hefur lyfst upp eftir honum endilöngum. Borðin hallast öll, bæði til endanna og til hliðanna.“ sagði Björn og benti á haug af brotnu leirtaui í eldhúsinu á heimili þeirra sem stendur við skálann. 

„Hann er alveg ónýtur skálinn. Það eru hreinar línur. Það verður ekki veitingarekstur hér nema skálinn verði byggður upp frá grunni,“ sagði Björn sem reisti skálann. Veitingastaðurinn tekur rúmlega 400 manns í sæti og segir Björn ljóst að þar sem hann verði lokaður í allt sumar, ef hann verði þá opnaður á nýjan leik, muni þau hjón verða af milljóna króna tekjum, nú þegar ferðamannatímabilið er að fara í fullan gang.

Gunnar sonur þeirra hjóna byggði sér bústað handan vegarins sem skálinn stendur við. Kona hans Kristín Hauksdóttir taldi bústaðinn ónýtan. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert