Aukin skjálftavirkni í Ölfusi

Af vef Veðurstofu Íslands

Í morgun jókst skjálftavirknin á Suðurlandi og er hún nú vestar í Ölfusinu en áður eða á svæðinu við Bjarnastaði og vestur undir Geitafell og  Þrengsli. Á því svæði mældust fjöldi skjálfta í nóvember 1998 sem voru allt að 5.5 stig á Richter.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni má búast má við áframhaldandi skjálftavirkni á jarðskjálftasvæðinu á Suðurlandi með smá skjálftum næstu daga, sem fara að öllum líkindum minnkandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert