Byggingar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands óskemmdar

Talsverðar sprungur mynduðust á múrhúð í byggingu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands.
Talsverðar sprungur mynduðust á múrhúð í byggingu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. mbl.is/Guðmundur Karl

Burðarþolssérfræðingar hafa tekið út byggingu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands við Árveg á Selfossi. Segir á heimasíðu stofnunarinnar, að engar skemmdir séu á burðarmannvirki hússins en smávægilegar sprungur í múrhúð.

Ragnar Sigurbjörnsson, forstöðumaður Jarðskjálftastofnunar HÍ, kom á fund starfsfólksins og lýsti því hvað gerist í jarðskjálfta af þessum styrkleika.  Starfsfólki var fullvissað um að óhætt væri að halda uppi eðlilegri starfsemi í húsinu. 

Magnús Skúlason, forstjóri stofnunarinnar, sagði  sagði frá því að almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefði fyrirskipað flutning allra
sjúklinga úr húsinu í gær. En eftir að Guðjón Sigfússon, verkfræðingur og sérfræðingur í burðarþoli, hafði skoðað bygginguna og ljóst var að engar skemmdur voru á burðarþoli hennar, var leyft að flytja fólkið aftur á sjúkrahúsið.

Séra Kristinn Ágúst Friðfinnson mun í dag eiga fundi með starfsfólki og sjúklingum sem óska þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert