Skemmdir á Hótel Örk

Steindór Tómasson horfir á ónýtt leirtauið á gólfinu.
Steindór Tómasson horfir á ónýtt leirtauið á gólfinu. mbl.is/Kristinn

„Okkur finnst gólfið vera örlítið gengið til og sýnist sem gluggarnir hafi skekkst,“ sagði Steindór Tómasson, umsjónarmaður fasteigna á Hótel Örk, þar sem hann sýndi blaðamanni skemmdirnar á þriðju hæð hótelsins.

Sprungur mynduðust í veggjum og er talið ljóst að rekstraraðilar hótelsins muni verða af umtalsverðum tekjum sökum þess að nokkra daga muni taka að hreinsa upp brotið leirtau og ganga úr skugga um að skemmdirnar séu ekki alvarlegar.

„Það er hugsanlegt að það sé miklu meira tjón á byggingunni sem eigi eftir að koma í ljós síðar,“ sagði Jakob Arnarson, veitingastjóri Hótels Arkar, þar sem hann benti á sprungur á stigagangi hótelsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert