Tveir eftirskjálftar um 4 að stærð

Eins og sést á þessu korti af vef Veðurstofunnar hefur …
Eins og sést á þessu korti af vef Veðurstofunnar hefur mikill fjöldi skjálfta orðið á svæðinu frá því í gær.

Tveir eftirskjálftar, hvor um sig um 4 að stærð urðu kl. 22:05 og 22:07 í kvöld um 3 km norður af Hveragerði. Síðari jarðskjálftinn var eilítið öflugri, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Á annað þúsund eftirskjálfta hefur fylgt í kjölfar skjálftanna stóru sem urðu um miðjan dag í gær.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert