Vísbendingar um að afl borhola á Hengilssvæðinu hafi aukist

Gufustrókar úr borholum á Hellisheiði.
Gufustrókar úr borholum á Hellisheiði.

Vísbendingar eru  um að afl borhola á Hengilssvæðinu hefði vaxið við skjálftana í gær. Þetta kom fram í máli Hjörleifs B. Kvaran, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, þegar skrifað var undir samninga um kaup á vélasamstæðum fyrir gufuaflsvirkjanir á svæðinu.

Hjörleifur sagði, að um leið og hugur manna væri hjá þeim, sem urðu fyrir búsifjum vegna jarðskjálftanna í gær, sé einnig hægt að hugleiða að jarðskjálftar séu líka endurnýjunarleið þeirrar auðlindar sem Íslendingar séu að nýta. Ef ekki væri fyrir þessa hreyfingu jarðskorpunnar hér á eldvirka beltinu, myndi auðlindin smátt og smátt dala.

Hjörleifur sagði, að strax klukkan sjö í gærmorgun óx afl borholu í Hverahlíð, sem tengd er sírita, um helming, en dalaði síðar lítið eitt. Jarðvísindamenn telja áhugavert að skoða hvort um hafi verið að ræða fyrirboða Suðurlandsskjálftanna síðar um daginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert