366 reyklausir bardagar

Reuters

Á morgun verður ár liðið síðan reykingabann tók gildi á öllum veitingahúsum og börum.

„Þetta er bara búið að vera æðislegt, vinnuloftið er allt annað og lyktin líka,“ segir Sunnefa Burgess, vaktstjóri á veitingastaðnum Sólon. Sunnefa segir breytingarnar hafa verið auðveldar og viðskiptavinir tekið þeim með jafnaðargeði. „Fólk stekkur bara út að reykja.“ Hún segir að þótt viðskiptavinum hafi fækkað lítillega til að byrja með hafi þeir allir komið aftur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert