Fylgi D-lista í Reykjavík aldrei minna

Fylgi Sjálfstæðisflokks í Reykjavík hefur aldrei mælst eins lítið og …
Fylgi Sjálfstæðisflokks í Reykjavík hefur aldrei mælst eins lítið og nú. mbl.is/Ásdís

Frá því í janúar hefur dregið mjög úr stuðningi við Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn Reykjavíkur. Segjast 26,9% borgarbúa myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef efnt yrði til kosninga nú, sem er 11 prósentum minna en mældist í janúar og 15% undir kjörfylgi flokksins.

Þetta er minnsta fylgi sem borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur nokkru sinni fengið í könnunum Gallup og flokkurinn fengi fjóra borgarfulltrúa ef þetta yrðu úrslit kosninga en hefur sjö nú.

Fylgi Samfylkingar mælist hins vegar 45,4% nú sem er fjórum prósentum meira en flokkurinn mældist með í janúar. Frá síðustu borgarstjórnarkosningum myndi  Samfylkingin því bæta við sig þremur borgarfulltrúum og fengi hreinan meirihluta ef kosið væri nú.

Vinstri grænir, sem nú hafa tvo borgarfulltrúa, fengju rúm 19% atkvæða  samkvæmt könnuninni nú og myndu þar með bæta við sig einum borgarfulltrúa.

Framsóknarflokkurinn sem og Frjálslyndir og óháðir myndu báðir missa sína borgarfulltrúa, Framsóknarflokkurinn fengi nú 4,2%
atkvæða en Frjálslyndir og óháðir 3,3%. 

Þessar niðurstöður eru úr síma– og netkönnun sem gerð var dagana 14.—27. maí. Úrtaksstærð var 1223 Reykvíkingar og var svarhlutfall ríflega 67%. Vikmörk eru 1-4%. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert