Fylgi stjórnarflokka eykst en fylgi ríkisstjórnar minnkar

Ríkisstjórn Íslands.
Ríkisstjórn Íslands. mbl.is/Júlíus

Samanlagt fylgi við ríkisstjórnarflokkana eykst lítillega, en fylgi við ríkisstjórnina minnkar, samkvæmt Þjóðarpúlsi Gallup, sem sagt var frá í fréttum Útvarpsins. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 56%, þremur prósentum minni en í apríl. Þegar fylgi við ríkisstjórnina mældist mest í fyrrasumar var það 80%.

Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist nú með 33% en það hefur minnkað um 4 prósentur frá því í apríl. Fylgi Samfylkingar mælist nú með 31% en var 26% í apríl.

Fylgi Vinstrihreyfinginnar græns framboðs er nú 22% en flokkurinn fékk 14% í kosningunum. Fylgi Framsóknarflokks mælist nú 8% og Frjálslynda flokksins rúm 5%.

Rúmlega 16% svarenda taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp, 11% sögðust mundu sitja heima, ef kosið yrði nú.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert