Helmingur landsmanna ætlar til útlanda

Rúmur helmingur Íslendinga ætlar til útlanda í sumar.
Rúmur helmingur Íslendinga ætlar til útlanda í sumar. mbl.is/Golli

Um 51% landsmanna hafa áform um utanlandsferðir  en þar af ætla 33% einnig að ferðast hér á landi í sumar. Um 38% sögðu, að gengisþróun undanfarna mánuði hefði haft áhrif á ákvarðanir þeirra um utanlandsferðir í sumar en 62% sögðu að gengið hefði engin áhrif haft á ferðaáform þeirra.

Þetta kemur fram í Þjóðarpúlsi Gallup. Þar segir, að hlutfall þeirra sem hyggja á utanlandsferðir sé  hærra nú en áður þar sem 48% landsmanna höfðu slík áform árið 2005 og 44% árið 2006. Spurningarnar voru ekki lagðar fyrir á síðasta ári.

68% þjóðarinnar segjast ætla að ferðast innanlands í sumar en af þeim hyggjast 35% eingöngu ferðast hér á landi. Álíka margir ætla að ferðast innanlands nú og árið 2006 þegar 69% ætluðu að ferðast hérlendis.

Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru sem fyrr líklegri en íbúar landsbyggðarinnar til að ferðast til annarra landa í sumarleyfinu en rúm 55% svarenda af höfuðborgarsvæðinu segjast ætla að ferðast til útlanda í sumar samanborið við tæp 44% íbúa annarra landshluta.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert