23 húsum lokað á skjálftasvæði

Talsverðar skemmdir urðu á byggingum í Ölfusi í skjálftanum, þar …
Talsverðar skemmdir urðu á byggingum í Ölfusi í skjálftanum, þar á meðal á Gljúfurárholti. mbl.is/Kristinn

Um 30 björgunarsveitarmenn Slysavarnafélagsins Landsbjargar hafa í dag verið við störf á jarðskjálftasvæðinu á Suðurlandi. Helstu verkefni hafa m.a. verið að girða af hús sem búið er að lýsa óíbúðarhæf, en þau eru fimm talsins á Selfossi, tvö á Eyrarbakka og búið er að loka 16 húsum í Ölfusi.

Einnig hafa björgunarsveitarmenn verið að dreifa vatni og aðstoðað íbúa við að koma þyngri húsmunum á sinn stað, mest hjá eldra fólki. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert