Nemendur og skólar fá viðurkenningu menntaráðs

Nemendaverðlaun og hvatningarverðlaun menntaráðs Reykjavíkur voru afhent við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. 29 grunnskólanemar og 6 grunnskólar fengu viðurkenningu. Þetta er í sjötta sinn að þessi verðlaun eru afhent.

Fjölmenni var á verðlaunahátíðinni og mikil gleði meðal verðlaunahafa og gesta. Nemendur í Hagaskóla skemmtu gestum með leik og söng, fluttu þrjú  atriði úr söngleiknum Bugsy Malone.

Að þessu sinni fengu eftirtaldir grunnskólar hvatningarverðlaun menntaráðs fyrir nýbreytni- og þróunarstarf:

Borgaskóli fyrir verkefnið Orka í norðri, Laugalækjaskóli fyrir verkefnið Þverfaglegt verkefni í 10. bekk og Víkurskóli fyrir verkefnið Einstaklingsmiðuð skólabyrjun. Þessir skólar fengu afhent myndverk eftir Stellu Sigurgeirsdóttur sem bera nafnið Sprotar.


Viðurkenningar menntaráðs hlutu Laugarnesskóli fyrir verkefnið Útieldhús og Norðlingaskóli hlaut tvær viðurkenningar, annars vegar fyrir verkefnið Áhugasvið og hins vegar fyrir verkefnið Smiðjur í skólastarfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert