Eðlileg skjálftavirkni

Talsverð skjálftavirkni hefur verið á Hellisheiði eftir að kippur, sem mældist á bilinu 4-4,5 stig á Richter varð skammt ofan við Hjallahverfi um klukkan 18:31 í dag. Stærsti eftirskjálftinn mældist 3,3 stig en einnig hafa orðið skjálftar sem nálgast 3 stig.

Að sögn Sigurlaugar Hjaltadóttur, jarðeðlisfræðings á Veðurstofu Íslands, mátti búast við spennubreytingum sitt hvoru megin við meginsprunguna þar sem jarðskjálftarnir urðu á fimmtudag. Ekki sé hins vegar talið að stór skjálfti verði á þessum slóðum. Fyrir um áratug varð þarna skjálfti sem mældist 5 stig á Richter.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert