Engin ráðstöfunarheimild

Mbl/Brynjar Gauti

Már Másson, talsmaður Glitnis, segir ljóst að þeir sem stóðu að svonefndu netbankamálinu á sínum tíma hafi greinilega metið atvikið þannig að fjármunirnir væru ekki þeirra, annars hefðu þeir ekki afhent þá.

Aðspurður um hugmyndir Þorsteins Hjaltasonar, sem í gær var sýknaður í málinu, um að góðgerðarfélög fengju féð segir Már: Þetta eru góðar og gildar hugmyndir en þeir hafa engan ráðstöfunarrétt yfir þessum peningum. Þeir geta því ekki afhent þá öðrum.

Már sagði Glitni hafa veitt um 600 milljónum á undanförnum árum til fjölbreyttra góðgerða- og menningarmála gegnum Menningarsjóð Glitnis og álíti að það tali sínu máli.  Hann sagði bankann ekki vilja tjá sig um sýknudóminn í gær, Glitnir væri ekki aðili að málinu heldur hefði það verið sótt af ríkissaksóknara. „Maður deilir heldur ekki við dómarann,“ bætti Már við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert