Jón Ásgeir þarf að víkja úr stjórn Baugs

Jón Ásgeir Jóhannesson.
Jón Ásgeir Jóhannesson. mbl.is/Ómar

Forstöðumaður Hlutafélagaskrár segir, að Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, megi ekki sitja í stjórnum hlutafélaga og einkahlutafélaga eftir dóm Hæstaréttar í gær. Þar var Jón Ásgeir dæmdur í 3 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir bókhaldsbrot.

Í fréttum Útvarps sagði Skúli Jónsson, forstöðumaður hlutafélagaskrár, að skýrt sé kveðið á um það í lögum að þeir sem hafi hlotið dóm megi í þrjá ár hvorki sitja í stjórnum hlutafélaga né einkahlutafélaga.  Það sé í höndum annarra í stjórn félagsins að velja nýjan mann fyrir þann sem hafi hlotið dóm. 

Bæði Jón Ásgeir og Tryggvi Jónsson, sem hlaut 12 mánaða skilorðsbundinn dóm, sitja í stjórnum nokkurra hlutafélaga. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert