Lengi tekist á við húmorsleysi

Úr auglýsingu Símans
Úr auglýsingu Símans

„Ég held að kaþólskir leikmenn viti ekkert hvað trúaðir geri. Maður er kominn á vafasama braut þegar maður segir hvað trúaðir gera og hugsa,“ segir Jón Gnarr um ummæli sem birtust í Morgunblaðinu í gær. Í frétt um að 5.000 meðlimir í Félagi kaþólskra leikmanna ætluðu að segja upp áskrift hjá Símanum til að mótmæla auglýsingaherferð fyrirtækisins var haft eftir stjórnarmeðlimi félagsins að svona auglýsingar gerði ekki trúaður maður en Jón er aðalhöfundur þeirra.

„Mér finnst þetta fyrst og fremst fyndið. Þetta er nú bara auglýsing, ekki einhver grein í guðfræðiriti,“ segir Jón sem segist þó afar rólegur yfir málinu sem í gær var mest lesna fréttin á mbl.is og hafði kallað fram sterk viðbrögð lesenda. „Ég hef miklar mætur á Jesú og hann er að mínum dómi merkilegasti maður sem gengið hefur um á þessari jörð en ég hef alveg gert Jesú grín. Forðum daga lék ég leynilögreglumanninn Jesú sem leysti sakamál. Hann tók glæpamenn og fyrirgaf þeim jafnóðum. Þarna er ég ekki að gera grín að persónunni sjálfri heldur meira að hugmyndum fólks um persónuna.“

„Ég á erfitt með að trúa því að 5.000 manns hafi sett nafn sitt á lista út af svona kjánaskap og ég held að þetta séu margir Georgar Bjarnfreðarsynir og margir Ólafar Ragnarar Hannessynir sem nenna ekki að standa í einhverjum leiðindum og skrifa bara nafn sitt niður á listann.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert